12.09.1919
Neðri deild: 62. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1925 í B-deild Alþingistíðinda. (1962)

68. mál, gjald af innlendri vindlagerð og tilbúningi á konfekti og brjóstsykri

Frsm. (Björn R. Stefánsson):

Eins og hv. deildarmönnum er kunnugt, er þetta frv. komið frá mjer og hv. þm. Borgf (P. O.). Í Ed. hefir það tekið dálitlum breytingum, og er aðalbreytingin fólgin í því að lækka gjaldið í ríkissjóð. Okkur flm. sýnist svo, sem við upphaflega höfum alveg stilt við hóf gjaldið, og sjáum enga ástæðu til að fallast á þá lækkun, sem hv. Ed. hefir gert. Við höfum því komið fram með brtt. um að færa gjaldið í sama horf og áður.

Að öðru leyti álítum við ekki, að hjer sje um það stórmál að ræða, að við viljum gera það að kappsmáli, hvað ofan á verður.