01.09.1919
Efri deild: 45. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1949 í B-deild Alþingistíðinda. (2009)

140. mál, landhelgisvörn

Karl Einarsson:

Það eru að eins örfá orð út af skýringu hv. þm. Ak. (M. K.) á 1. gr. frv.

Jeg tel víst, að það sje ljóst, þegar frv. er borið saman við greinargerðina, að álíti stjórnin óhentugt að kaupa skip sje henni heimilt að leigja það, meðan á byggingu nýja skipsins stendur. Það, sem nefndin leggur aðaláhersluna á, er að undinn sje bráður bugur að því, að strandvarnirnar komist í sæmilegt horf.

Mjer finst óþarfi að bata orðinu „leigja“ inn í 1. gr. frv., en get þó eftir atvikum, fallist á, að það sje gert, þeim til hægðarauka, sem ekki skilja, að „kaupa“ getur í þessari merkingu einnig þýtt „leigja“.