08.09.1919
Neðri deild: 58. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1966 í B-deild Alþingistíðinda. (2033)

140. mál, landhelgisvörn

Forsætisráðherra (J. M.):

Ef slík yfirlýsing hefði komið frá nefndinni, þá teldi jeg hana einhvers virði, en jeg verð að segja, að gildi hennar er lítið, þar sem hún kemur að eins frá einum þm. (B. J.). En 1. gr. frv. verður ekki öðruvísi skilin en svo, að stjórninni sje að eins heimilað að leigja skip meðan verið er að byggja skipið. Eða með öðrum orðum að láta nú þegar panta skipið, og á meðan verið er að byggja það, þá má leigja annað. Ef yfirlýsing kemur nú frá hv. nefnd, að skilja beri orðin öðruvísi, þá er alt öðru máli að gegna, og þá á slíkt frv. að koma fyrir hv. deild.

Jeg sje ekki, að þörf sje á að ræða málið meira, enda er ilt að þurfa að tefja fyrir fjárlögunum.