10.09.1919
Neðri deild: 60. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1974 í B-deild Alþingistíðinda. (2046)

140. mál, landhelgisvörn

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg gleymdi að minnast þess áður, sem hv. þm. Borgf. (P. O.) sagði um smærri skip, við 1 umr. Hann sagði, að mótorbátar nægðu ekki. Jeg átti ekki við smámótorbáta, er jeg talaði um mótorskip. Eins og hv. þm. Borgf. (P. O.) veit, hafa víða verið notuð mótorskip nú á stríðsárunum, sem þykja vera fult eins hentug og gufuskip. Er talið, að þau hafi ýmsa kosti fram yfir gufuskipin. Mig furðar á þeim ofsa, sem lýsti sjer hjá háttv. þm. (P. O.) gegn brtt. Mjer sýnist hún breyta frv. í það form, sem það átti að vera í upphaflega hjá nefndinni. Jeg held, að ákafi hv. þm. Borgf. (P. O.) hafi verið bygður á misskilningi. Jeg hygg, að fært sje að leigja skip til næsta þings, ef það fæst ekki keypt. Og þessi heimild felst í brtt. hv. þm. Stranda (M. P.) og ekkert annað.