04.09.1919
Efri deild: 48. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2005 í B-deild Alþingistíðinda. (2099)

115. mál, hafnargerð í Ólafsvík

Frsm. (Karl Einarsson):

Út af því, sem fram kom við 2. umr., ætlaði nefndin að taka til athugunar ábyrgð sýslufjelagsins á láninu. Það hefir líka orðið ofan á, að rjettast yrði að hafa þessa sýsluábyrgð, enda er svo, eins og jeg tók fram við 1. umr., að þessi hafnargerð kemur sveitarfjelaginu öllu að gagni.

Nefndin, sem slík, hefir ekki tekið neina afstöðu gagnvart brtt. hv. þm. Ísaf. (M. T.), álítur hana enda ekki hafa neina sjerlega „praktiska“ þýðingu.