04.09.1919
Efri deild: 48. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2007 í B-deild Alþingistíðinda. (2103)

115. mál, hafnargerð í Ólafsvík

Magnús Torfason:

Jeg skal að eins benda á það, að sem stendur situr umboðsmaðurinn ekki í Ólafsvík.

Í annan stað vil jeg benda á það, að það er miklu meira en umboðsstörf, sem maðurinn þarf að hafa á hendi. Það er nauðsynlegt, að gerðar sjeu einhverjar ráðstafanir til þess að gæta þjóðeigna vorra. Það er hreinasta hneyksli, hverri meðferð þær hafa sætt, t. d. Siglufjörður.