18.08.1919
Efri deild: 33. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2026 í B-deild Alþingistíðinda. (2150)

118. mál, eftirlits- og fóðurbirgðarfélag

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Lögum samkvæmt á hver einstaklingur að telja fram þann búpening, sem hann á. Börn, sem dvelja hjá foreldrum, eiga oft nokkurt kvikfje. Eftir frv. gæti þá svo farið, að reglulegir bændur yrðu í minni hluta á fundum mennirnir, sem jarðaumráðin hafa.

Rjettara virðist því að binda atkvæðisrjettinn við jarðarafnot og fasta grasnyt heldur en við skepnueign.

Vænti jeg, að hv. nefnd athugi þetta til næstu umr. og komi með brtt. í þessa átt.