20.08.1919
Efri deild: 35. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2026 í B-deild Alþingistíðinda. (2152)

118. mál, eftirlits- og fóðurbirgðarfélag

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Brtt. sú, sem fyrir liggur, er fram komin til þess að bæta úr því, sem á var vikið við 2. umr., að óheppilegt væri, að allir, sem sauðkindur ættu, gætu tekið þátt í atkvæðagreiðslu við undirbúning samþyktanna, t. d. börn, sem fáar kindur ættu og væru hjá foreldrum sínum.