06.09.1919
Neðri deild: 57. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2030 í B-deild Alþingistíðinda. (2167)

144. mál, þingfararkaup alþingismanna

Frsm. (Magnús Pjetursson):

Jeg veit eiginlega ekki. hvort það er rjett að kalla mig frsm. þessa máls. Að minsta kosti mun jeg ekki fara um það mörgum orðum nú. Jeg geri ráð fyrir, að það muni ganga til 2. umr., og þá gefst ef til vill tækifæri til að tala nokkuð um það. Þó skal jeg geta þess, að frv. er borið fram eftir tilmælum stjórnarinnar; aðrar tölur standa þó í því en stjórnin hafði lagt til, og var sú breyting gerð til þess, að allir nefndarmenn, og þá líka allir hv. þingdm., gætu nokkurn veginn fylgst að í málinu. Þó skal jeg geta þess, að eigi voru allir nefndarmenn ánægðir með frv., þótt eigi gerðu þeir fullan ágreining út af því.