17.09.1919
Efri deild: 58. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2068 í B-deild Alþingistíðinda. (2224)

141. mál, yfirsetukvennalög

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg er sammála hv. frsm. (H. St.) um, að nauðsyn sje á að bæta kjör yfirsetukvenna; en jeg er ekki samdóma honum um, að það eigi að breyta frá frv., eins og það er, og leggja landssjóði enn meiri byrðar á herðar. — Yfirsetukonum má standa á sama, hvaðan þær fá laun sín.

Áður fyr voru öll launin goldin úr sýslusjóði svo mjer finst nægilegt, að landssjóður taki nú að sjer hluta þeirra. En mjer finst ástæðulaust að taka landssjóðnum meira blóð en orðið er vegna þessa. (M. T.: Yfirsetukonur hafa atvinnu af að taka blóð). Það er mál, sem jeg skifti mjer ekki af, en meðan hagur landssjóðs er eins slæmur og nú, finst mjer ekki ástæða til að demba öllum útgjöldum á hann, og lái mjer hver sem vill.