20.09.1919
Neðri deild: 69. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2069 í B-deild Alþingistíðinda. (2230)

141. mál, yfirsetukvennalög

Frsm. (Magnús Pjetursson):

Það er líkt um þetta mál að segja og hitt. Ed. hefir þó gert dálitla efnisbreytingu á þessu frv. Hún er sú, að í stað þess, sem var í frv. hjeðan, að launin skyldu greiðast að 1/3 hluta úr landssjóði, skal nú ½ þeirra goldinn úr landssjóði.

En þar sem þetta var í fyrstu till. launanefndar, þá getur háttv. deild getið því nærri, að hún er þessu ekki mótfallin nú.

Vonar hún því, að málinu verði ekki flækt milli deilda vegna þessa atriðis, sem ekki getur talist neitt verulegt atriði í málinu.