17.09.1919
Efri deild: 58. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2074 í B-deild Alþingistíðinda. (2257)

154. mál, ullarmat

Kristinn Daníelsson:

Jeg hefi leyft mjer að koma fram með brtt. á þgskj. 866, og þarf jeg ekki að minnast frekar á efni hennar en jeg gerði við 2. umr. málsins; þá gerði jeg grein fyrir því, að jeg teldi nauðsyn á að hækka laun ráðherra, í samræmi við laun annara starfsmanna landsins. Jeg sýndi þá og fram á það, að risnufjeð, sem forsætisráðherra er ætlað, sje í rauninni of lágt, en með því að lagt er til að hækka launin, hefi jeg látið hjer við sitja. Vænti jeg, að öllum sje auðsætt, að laun ráðherranna mega alls ekki minni vera en jeg hefi lagt til, og eru þó engan veginn tiltölulega eins há og laun þeirra voru fyrir ófriðinn, ef borið er saman við verð peninga þá og nú. Hins vegar er þess og að gæta, að ráðherrunum er engin dýrtíðaruppbót ætluð, sem öðrum starfsmönnum landsins.