22.09.1919
Neðri deild: 70. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2122 í B-deild Alþingistíðinda. (2322)

135. mál, húsagerð ríkisins

Magnús Pjetursson:

Jeg vil bæta því við það, sem jeg hefi áður sagt, að það er eindregin áskorun frá fjárveitinganefnd, að landsspítalabyggingunni sje hraðað sem mest að mögulegt er. Jeg býst ekki við, að hv. þm. N.-Þ. (B. Sv.) hafi umboð frá Reykjavíkurbæ — þótt hann sje fulltrúi bæjarins —, að lýsa því yfir, að ekki standi á peningum frá bænum til spítalans, því líklega mundi einmitt standa á þeim. En vilji Reykjavík ekki byggja farsóttaspítala, hlýtur landið að gera það, og þá fer sparnaðurinn fyrir landið að verða litlu meiri en þótt það legði til landsspítalans, en slyppi við framlög til hins.