25.09.1919
Efri deild: 65. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2125 í B-deild Alþingistíðinda. (2327)

135. mál, húsagerð ríkisins

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Það þarf ekki mikið um þetta mál að ræða. Hv. fjárveitinganefnd hefir fallist á breytingar hv. neðri deildar, og engin brtt. liggur fyrir. Það er að eins vegna orða hv. frsm (M. K.) í garð stjórnarinnar, að jeg tek til máls. Stjórnin beindi málinu aðallega til neðri deildar, og gat jeg ekki við öðru búist en að fjárveitinganefnd neðri deildar gæfi fjárveitinganefnd efri deildar allar þær upplýsingar, er þurfti. Jeg fæ ekki sjeð, að það sje nein vanræksla af stjórninni, að hún sneri sjer til neðri deildar í þessu máli.