12.09.1919
Neðri deild: 62. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2135 í B-deild Alþingistíðinda. (2337)

153. mál, aðflutningsgjald af kolum

Fjármálaráðherra (S. E.):

Um upplýsingar í þessu máli get jeg vísað frá mjer til hæstv. atvinnumálaráðh. (S. J.). Að eins vil jeg taka það fram, að hallinn er fram kominn við það, að kolabirgðir þær er voru keyptar um nýár við háu stríðsverði voru lærðar niður. Og 1 miljónar hallinn, sem nú er gert ráð fyrir, er áætlaður svo eftir að búið er að draga frá áætlaðar tekjur af einkasölu á nýju kolabirgðunum, sem keyptar voru eftir að verðið lækkaði, en gróði á þeim er gerður 20 kr. á tonn. Það er mjög erfitt að fullyrða nokkuð um það, hvað hallinn muni vinnast fljótt upp með þessum tolli; fer það eftir því, hvað mikið er flutt inn af kolum. Yrði það, sem varla má gera ráð fyrir, 50,000 tonn á ári, þá næðist hallinn mjög fljótt inn. Það fer eftir því, hvað mikið fæst við einkasöluna og næðist hallinn mjög fljótt inn. En um þetta er erfitt að segja. Jeg get leitað frekari upplýsinga fyrir 3. umr., ef þess verður óskað, en jeg hygg, að þetta láti nærri.