12.09.1919
Neðri deild: 62. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2135 í B-deild Alþingistíðinda. (2339)

153. mál, aðflutningsgjald af kolum

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Það er vitanlega ekki gott að segja, hve lengi tollurinn þarf að vera, en jeg býst við, að upplýsingar hæstv. fjármálaráðh. (S. E.) sjeu í samræmi við álit forstöðumanna landsverslunarinnar, og þær áætlanir því nærri sanni.

Það, sem vinst við að hafa tollinn háan, er það, að þá verður fyr frjáls verslun með þessa vöru, og getur það verið landsmönnum eins mikill gróði og hitt. En annars er hægt að taka þetta til athugunar og leita nánari upplýsinga hjá þeim, sem helst geta spáð einhverju um þessi efni, en það eru forstöðumenn landsverslunarinnar.