17.09.1919
Neðri deild: 66. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2147 í B-deild Alþingistíðinda. (2354)

153. mál, aðflutningsgjald af kolum

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Það hefir ekki unnist tími til að bera þessa brtt. undir nefndina, og get jeg því ekkert um hana sagt fyrir hennar hönd.

En jeg skal geta þess, að ef brtt. verður samþ., þá mun það hafa þau áhrif, að stjórnin haldi einkasölunni lengur áfram en ella, þar sem það var samþykt við 2. umr. að heimila stjórninni að halda henni áfram svo lengi, sem henni þætti henta.

Einkasölunni verður því haldið því lengur, því lægri sem tollurinn er.