24.09.1919
Efri deild: 64. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2149 í B-deild Alþingistíðinda. (2362)

153. mál, aðflutningsgjald af kolum

Halldór Steinsson:

Fjárhagsnefnd hefir haft mál þetta til meðferðar og fallist á frv. með breytingu hv. þm. Vestm (K. E.). Nefndinni virðast nokkuð há gjöldin, sem lögð hafa verið á sjávarútveginn á þessu þingi, og telur því ekki ráðlegt að íþyngja honum með meira en 5 kr. tolli.