09.08.1919
Neðri deild: 29. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2194 í B-deild Alþingistíðinda. (2452)

119. mál, vegamál

Einar Jónsson:

Það er víst ekki stór þörf fyrir mig að taka til máls nú, þar sem hv. þm. Mýra. (P. Þ.) hefir eins og hans er vandi, haldið svo glögga og góða ræðu fyrir sínu máli. Og þó að Morgunblaðið sje farið að hamra á honum, þá kemur það ekki mjer við; jeg nýt þess, sem hann segir, jafnt fyrir því.

Ef hann hefir skilið framsöguræðu mína í gær, þá sjer hann, að fult samræmi er í henni og því, sem hann nú heldur fram, sem er það, að sýslufjelögunum sje alt of þungur baggi bundinn með viðhaldi veganna, og svo mun altaf reynast, meðan ríkissjóður tekur það ekki að sjer á þann hátt, sem hjer er farið fram á.1)

Nokkur hluti ræðu þessarar hefir glatast úr ræðuköflum skrifaranna. Læt jeg þar við sitja. Kann því illa, að skrifa ræður eftir á. E. J.