13.08.1919
Efri deild: 29. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2210 í B-deild Alþingistíðinda. (2464)

119. mál, vegamál

Magnús Kristjánsson:

Það er ekki ætlun mín að andmæla till., en jeg vildi að eins vekja athygli á því, hvort 4. liðurinn sje svo bráðnauðsynlegur. Mig minnir, að einhversstaðar sje á ferðinni frv., er gangi í þá átt, að þessum tilgangi verði náð að meira eða minna leyti.

Þá vildi jeg benda á, að orðalagið á 1. lið er ekki sem heppilegast. Þar segir: hvort ekki sje rjettmætt ....“, en mjer finst orðið „rjettmætt“ óviðkunnanlegt í þessu sambandi, og mætti sjálfsagt finna heppilegra orð. Þessu vildi jeg að eins skjóta til hv. frsm. (K. D.) til athugunar.