07.08.1919
Neðri deild: 27. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2215 í B-deild Alþingistíðinda. (2482)

92. mál, Landsbanki Íslands, útibú í Stykkishólmi

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg býst ekki við, að mikið þurfi um þetta mál að tala. Jeg geng að því vísu, að því verði vísað til 2. umr. og nefndar, og þá líklega fjárhagsnefndar. Þess mun ekki gerast þörf að fara að rekja ástæður til málsins. Það er mjög margt, sem mælir með því, að sett verði á stofn í Stykkishólmi bankaútibú. Mjer er kunnugt um, að margir, sem til þekkja og hafa hugsað málið, telja, að meiri ástæða sje til að setja þarna útibú en sumstaðar annarsstaðar, sem þó hefir gengið á undan.