21.08.1919
Neðri deild: 41. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2217 í B-deild Alþingistíðinda. (2486)

92. mál, Landsbanki Íslands, útibú í Stykkishólmi

Bjarni Jónsson:

Jeg vildi að eins þakka nefndinni, fyrir hönd Breiðfirðinga, fyrir hinar góðu undirtektir, sem að vísu voru sjálfsagðar, því það má undarlegt heita, að ekki skuli fyrir lifandi löngu vera komið útibú í Stykkishólmi. Umhverfis Breiðafjörðinn liggja stór hjeruð og víð, þar sem eru þrjár stórar sýslur. Samgöngur eru erfiðar til Reykjavíkur, og þó þangað sje komið, þekkja fjármálamennirnir lítið til bænda þar vestra, og gengur því oft stirðlega um lánin. En þeir, sem þekkja, vita að þetta eru alt allgóðar landbúnaðarsveitir, og efni manna góð, en eins og gefur að skilja, er ilt fyrir bændur að þurfa lengi að bíða eftir að fá smá lán, en svo er nú.