21.07.1919
Efri deild: 12. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 594 í B-deild Alþingistíðinda. (251)

19. mál, vörutollur

Fjármálaráðherra (S. E.):

Stjórninni er kunnugt um, að ekki eru svo fáir, sem mótfallnir eru lögum þeim, sem nú eru til umr.

Jeg fyrir mitt leyti sje ýmsa galla á þeim, en hins vegar er það skoðun mín og allrar stjórnarinnar, að á þessu þingi vinnist ekki lími til að endurskoða skattalöggjöfina.

Hins vegar var það ómögulegt fyrir stjórnina að vera búna að endurskoða skattalöggjöfina nú, því tíminn til þess var svo stuttur, en 2 þing síðasta sumar, og inflúensan síðasta haust.

En þótt tími hefði verið til, þá hefði þó eigi verið rjett að endurskoða skattalöggjöfina á þessu þingi. Nú er alt í óvissu, og því ekki rjett að tefla fram ýmsum skattaprincipum og láta þau heyja stríð. Gæti svo farið, að ríkissjóður misti tekjur í þeirri orrustu, en því má hann síst við nú.

Aðalhlutverk þessa þings er að afla ríkissjóði nægilegra tekna. Jafnvel þó ekki verði fundin heppilegasta leiðin, að þessu sinni, verður þó að sjá ríkissjóði farborða.