23.08.1919
Efri deild: 38. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2237 í B-deild Alþingistíðinda. (2516)

120. mál, eyðing refa

Guðmundur Ólafsson:

Hv. 4. landsk þm. (G. G.) virðist vera þeirrar skoðunar, að hjer sje að eins stofnað til verðlauna handa þeim, sem drepa tófur, sem eru í eldi, en meiningin er sú, að verðlaunin sjeu veitt þeim, sem drepa tófur, hvar sem þær hittast, þótt ekki hafi þær verið teknar til fósturs af neinum. Enda tófurækt ekki svo langt komið hjer enn, að margt af þeim elst upp ræktunar- og ræktarlaust.