26.08.1919
Efri deild: 40. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2246 í B-deild Alþingistíðinda. (2534)

122. mál, bætur vegna tjóns af Kötlugosinu

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Það er auðvitað ekki gott að segja afdráttarlaust um það, hvernig skilja beri 2. lið. Mjer finst þó, að hann hljóti að eiga að skiljast svo, að þar, sem sannast að verulegur skaði hafi orðið, þá verði að veita hjálp, og þá einnig þeim hjeruðum, sem háttv. 1. þm. Rang. (E. P.) nefndi, því að jeg efast ekki um, að skýrslur muni staðfesta ummæli hans.