15.08.1919
Neðri deild: 36. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2261 í B-deild Alþingistíðinda. (2547)

123. mál, landsreikningarnir 1916 og 1917

Fjármálaráðherra (S. E.):

Ef ætti að fara eftir því, sem hv. 1. þm. Reykv. (J. B.) leggur til, þá liggur það í hlutarins eðli, að það verður að vera búið að endurskoða undirreikningana þegar landsreikningarnir eru gerðir. Jeg býst við, að allir sæju, hvað fljótt slíkt gengi. Þó stjórnarráðið væri alt af vilja gert, þá gæti það ekki fulllokið við landsreikningana fyr en seint og síðar meir, og jeg býst við, að hv. 1. þm. Reykv. (J. B.) væri þá farið að leiðast biðin.