30.08.1919
Neðri deild: 50. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2267 í B-deild Alþingistíðinda. (2558)

138. mál, Þingvellir

Forsætisráðherra (J. M.):

Það er rjett hjá háttv. frsm. (J. B.), að erindi um þetta efni er komið til stjórnarinnar frá svokallaðri Þingvallanefnd, og stjórnin hefir síðar sent það fjárveitinganefnd. Það var farið fram á það í sumar, að eftirlitsmaður yrði skipaður, líkt því og farið er fram á í 4. lið. Jeg sá mjer ekki fært að skipa þennan eftirlitsmann, enda ekki fje fyrir hendi. Jeg leit svo á, að þetta eftirlit heyrði undir þjóðmenjavörð, og bað hann að ráðstafa þessari gæslu eftir því, sem honum þætti hentast. Það var fje til, sem veitt hafði verið til annars, en ekki notað, og tók jeg til þess. Jeg hefi ekki haft þetta erindi við höndina, en jeg má segja, að farið sje fram á, að þessi eftirlitsmaður eiga að hafa lögregluvald. Jeg er ekki viss um, að full ástæða sje til þess, enda held jeg, að það yrði óþarflega kostnaðarsamt. Það væri ekki hægt að komast af með minna en tvo menn; annar hefði eftirlit með staðnum, en hinn framkvæmdi lögregluvaldið, hefði dómsvald. Jeg held, að komast mætti af með einn duglegan mann til að annast þetta. Jeg gerði þessa athugasemd til að hita nefndina vita, að jeg lít þannig á málið og legg áherslu á það, að eftirlitið eigi að vera undir umsjón þjóðmenjavarðar. Það getur verið, að nefndin líti þannig á, en þó taldi jeg rjett að geta þess.