17.09.1919
Neðri deild: 66. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2287 í B-deild Alþingistíðinda. (2589)

161. mál, leiðbeiningar við Íslendinga, sem flytjast heim úr öðrum löndum

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg vil gera þá athugasemd út af ræðu hv. þm. Dala. (B. J.), að þetta mál heyrir ekki undir minn verkahring. Það mun standa næst hæstv. atvinnumálaráðherra (S. J.). Það er misskilningur hjá hv. þm., að dómsmálaráðherra hafi nokkuð með þessar framkvæmdir að gera. Það, sem jeg hefi sagt, er því eingöngu frá mínu eigin brjósti. Öðruvísi get jeg ekki um málið talað. En hv. þm. veit ósköp vel sjálfur, að þessi tillaga er alveg þýðingarlaus. Ef hún ætti að vera til nokkurs gagns, yrði að setja á stofn skrifstofu.