17.09.1919
Neðri deild: 66. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2289 í B-deild Alþingistíðinda. (2592)

161. mál, leiðbeiningar við Íslendinga, sem flytjast heim úr öðrum löndum

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg þarf ekki að svara hv. þm. Dala. (B. J ), en jeg vil benda hv. þm. N.-Þ. (B. Sv.) á það, að hann hlýtur að vita, að það er meiningin, að fjelagið „Íslendingur“ hafi skrifstofu fyrir þessi 3 þús. kr., sem því eru veittar í fjárlögunum. Er því minni ástæða til að setja aðra skrifstofu til að gera hið sama. Fjelaginu er vel trúandi til þessa, á meðan það hefir ekki mikið að gera.

Jeg sje ekki, úr því að fjelagið ætlar að gera þetta, hvers vegna þá á endilega að hlaupa til að samþykkja, að það skuli gert á annari skrifstofu.

Jeg fæ ekki skilið, að þetta sje í annari meiningu fram borið en að hv. þm. Dala. (B. J.) vilji með því gera yfirbót fyrir það, að hann vildi ekki veita fje til fjelagsins Íslendings.