20.09.1919
Neðri deild: 69. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2311 í B-deild Alþingistíðinda. (2613)

164. mál, laun hreppstjóra

Forsætisráðherra (J. M.):

Það er alveg rjett hjá hv. flm. (S. St.), að hreppstjórarnir hafa að nokkru leyti orðið út undan. Að vísu voru laun þeirra ákveðin eftir dýrtíðarbyrjun, en alt verðlag hefir mikið hækkað síðan. Í raun og veru væri rjettast að ákveða það nú á þinginu, að hreppstjórar fengju dýrtíðaruppbót eftir sömu reglum og aðrir embættismenn. Aftur er öðru máli gegna um oddvitana; laun þeirra ættu sveitirnar sjálfar að bæta. Jeg skal samt láta þess getið, að ekki skiftir miklu, hvort hreppstjórunum verða bætt launin á þessu eða næsta þingi, ef svo fer, sem útlit er fyrir, að þing komi saman aftur í vetur. Mætti þá láta uppbótina ná eitthvað fram fyrir sig, ef hún kæmi síðar. En jeg tel alveg sjálfsagt að bæta launin.