17.09.1919
Neðri deild: 66. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2337 í B-deild Alþingistíðinda. (2639)

163. mál, rannsókn skattamála

Einar Arnórsson:

Jeg verð að taka undir með þeim þrem hv. þm., sem talað hafa á undan mjer, að jeg sje enga ástæðu til að senda mann til útlanda til að kynna sjer skattamál. Við höfum prentsmiðjur og póstsambönd í heiminum. Þessarar fræðslu er því hægt að afla sjer hingað með þeim tækjum.

Um hitt er jeg sammála, að auðvitað þurfi að gera gangskör að því að koma skattamálunum í viðunanlegt horf. Og af því hv. þm. Dala. (B. J.) er ekki viðstaddur, vil jeg benda á, hvort ekki beri framvegis að sníða skattalöggjöfina að einhverju leyti eftir verðlagsskrárkenningum hans.