22.09.1919
Efri deild: 62. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2339 í B-deild Alþingistíðinda. (2647)

163. mál, rannsókn skattamála

Magnús Kristjánsson:

Jeg tel sjálfsagt, að skattmálin verði tekin til rækilegrar íhugunar, en hafði búist við því að sjerstök milliþinganefnd yrði skipuð til að rannsaka, hverjar leiðir skuli farnar. Nú sje jeg, að sú er ekki tilætlunin, en tel sjálfsagt, að nefnd sú, er það verður vísað til, athugi það nákvæmlega.

En ef það þykir heppilegra, að stjórnin fái sjer ráðunauta til aðstoðar við mál þetta, tel jeg sjálfsagt, að stjórnin sem heild komi sjer saman um mennina, því sú skylda, að sjá skattamálum landsins borgið, hvílir ekki á neinum einstökum ráðherra, heldur á allri stjórninni.