22.09.1919
Efri deild: 62. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2339 í B-deild Alþingistíðinda. (2648)

163. mál, rannsókn skattamála

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg spurðist fyrir um það í hv. Nd., hvort tilætlunin væri sú, að sjerstök milliþinganefnd yrði skipuð til að fjalla um mál þetta þar sem orðin „láta rannsaka“ gátu bent í þá átt. En það kom bert fram við allar umræður málsins, að sú væri ekki tilætlunin.

Hv. þm. Ak. (M. K.) lagði áherslu á það, að stjórnin öll skipaði ráðunautana, en ekki neinn einstakur ráðherra, og hefir það sjálfsagt verið af ótta við það, að val mannanna myndi mistakast, ef fjármálaráðherra skipaði þá. En jeg býst við að geta glatt hv. þm. Ak. (M. K.) á því, að sömu reglum muni fylgt um þessa skipun sem aðrar.