18.07.1919
Efri deild: 10. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 598 í B-deild Alþingistíðinda. (266)

38. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Karl Einarsson):

Frv. þetta verður væntanlega afgr. nú frá þessari deild.

Jeg skal geta þess, að jeg kann hálfilla við, hve seint frv. hefir verið útbýtt, svo seint að jeg hefi ekki getað kynt mjer hvort það er rjett prentað, svo að ekkert hafi fallið úr. Segi jeg þetta ekki af því, að jeg efist um það, að skrifstofan geri skyldu sína.

Hjer liggur fyrir ein brtt., á þgskj. 100, sem að eins er orðabreyting, og kann jeg fyrir mitt leyti fult eins vel við orðalagið í brtt., en læt þetta atriði alveg afskiftalaust.