18.07.1919
Efri deild: 10. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 598 í B-deild Alþingistíðinda. (267)

38. mál, ríkisborgararéttur

Kristinn Daníelsson:

Jeg stend að eins upp út af orðabreytingunni á þgskj. 100. Þar er farið fram á að leiðrjetta eitt orð í samræmi við lögræðislögin samkvæmt því, sem þetta orð var á sínum tíma samþykt í þessari deild, er sömu menn eiga sæti í sem nú.

Jeg skal í sambandi við þetta benda á að ósamræmi er í 4. gr. stjórnarskrárfrv. og 7. gr. sama frv., en væntanlega lagfærir stjórnarskrárnefnd þetta.