20.09.1919
Neðri deild: 69. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2432 í B-deild Alþingistíðinda. (2695)

79. mál, lögnám á umráðum og notarétti vatnsorku allrar í Sogni

Frsm. meiri hl. (Gísli Sveinsson):

Það var að eins stutt athugasemd. Það má undarlegt heita, að þótt hæstv. fjármálaráðherra (S. E.) hafi nú átt sæti í stjórninni svo lengi, sem raun er á, þá skuli hann ekki hafa hugmynd um, hvað slík mál sem þessi þurfa mikinn undirbúning.

Það má furðu gegna, að hann skuli leyfa sjer að mæla með því, að þetta verði gert undirbúningslaust, í stað þess að fara rjettu leiðina, sem bent er á í dagskránni, því að það má telja vafalaust, að undirbúningurinn taki að minsta kosti næsta vetur, ef vel á að vera. Dagskráin fer því alls ekki of langt, að því er frestinn snertir, ef ætlast er til, að ábyggileg niðurstaða fáist.

En það þýðir víst ekki að deila við hæstv. fjármálaráðherra (S. E.).

Hann hefir leyfi til að gera sínar till. hjer, þótt ekki sje hann þm. í þessari deild, hversu vanhugsaðar sem þær eru.

En jeg treysti því samt, að hv. þingdeildarmenn hafi hugmynd um, hvað hjer er að gerast, og þeir viti, að þetta mál þarf undirbúnings við, þótt hæstv. fjármálaráðherra (S. E.) hafi enga hugmynd um það.