23.09.1919
Neðri deild: 71. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2460 í B-deild Alþingistíðinda. (2711)

79. mál, lögnám á umráðum og notarétti vatnsorku allrar í Sogni

Forsætisráðherra (J. M.):

Það er órjettmætt af hv. 1. þm. Reykv. (J. B.) að finna að þessu við stjórnina, sem hann var að tala um, vegna þess, að þegar sama þing var að skilja, var alt málið lagt í hendurnar á fossanefndinni. Og það veit þm. (J. B.) að var ætlun þingsins, að fossanefnd fjallaði um alt málið, og stjórnin gat hvorki nje átti að gera neitt meðan nefndin var að starfa.

Hv. þm. Dala. (B. J.) var enn að finna að því, að stjórnin hefði ekki bannað sölu á vatni. En hvers vegna kom þá þm (B. J.) ekki fram með frv. um þetta á fyrra þinginu 1918? Jeg skoða það svo, sem milliþinganefndin í fossamálinu hafi horfið frá því, að stjórnin bannaði sölu á vatni. Öðruvísi var ekki hægt að taka þögn þeirra þm., sem voru í nefndinni og áttu sæti á fyrra þinginu 1918.