26.09.1919
Efri deild: 66. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2465 í B-deild Alþingistíðinda. (2724)

79. mál, lögnám á umráðum og notarétti vatnsorku allrar í Sogni

Forsætisráðherra (J. M.):

Það, sem hæstv. fjármálaráðh. (S. E.) hefir sagt, að með till. væri gefið svar við leyfisbeiðninni, er sagt fyrir hans reikning, en ekki stjórnarinnar. Jeg sje ekki, að með till. sje gefið svar við tilmælum fjelagsins, því þótt landið ætti fossana, þá er ekkert því til fyrirstöðu, að það leyfði öðrum að virkja þá. Það getur verið, að þetta sje tilætlunin með till., en það þyrfti þá að koma skýrt fram, og vildi jeg biðja hv. frsm. (K. D.) að upplýsa, hvort svo sje. Ef jeg hitti þessa menn nú, er jeg fer utan í haust, þá get jeg ekki sagt þeim, að erindi þeirra hafi verið neitað, án þess að það komi skýrar fram. Það getur haft mikla þýðingu, að landið eigi orkuverið, þótt aðrir hafi iðjuverið.