23.09.1919
Efri deild: 63. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2493 í B-deild Alþingistíðinda. (2751)

158. mál, réttur ríkisins til vatnsorku í almenningum

Guðmundur Ólafsson:

Þeir tveir háttv. þm., sem tekið hafa til máls, hafa fundið sitt að hvoru. Hæstv. atvinnumálaráðherra (S. J.) fann það að, að till. væri ógreinilega orðuð, og er það kann ske nægileg ástæða móti henni eitt út af fyrir sig, því það er illmögulegt fyrir stjórnina að framkvæma jafnóákveðna áskorun Hv. þm. Snæf. (H. St.) taldi það till. til lýta, að óútkljáð væri, hvort ríkið ætti afrjettirnar. Jeg vil herða á ummælum hans því eftir því, sem mjer er best kunnugt, á ríkið enga afrjett. Áður voru afrjettirnar eign einstakra jarða, en nú eru sveitarfjelögin búin að kaupa þær flestallar. Sumstaðar hafa sveitarfjelögin keypt heilar jarðir og lagt þær við afrjettirnar. Jeg er því á sömu skoðun og hv. þm. Snæf. (H. St.) um, að það beri að fella tillöguna. Jeg hygg, að rjettast væri að vísa þessu máli á sama bás og öðrum fossamálum, til stjórnarinnar, og leyfi mjer að bera fram svo felda dagskrá:

„Í trausti þess, að stjórnin taki til athugunar atriði það, sem liggur hjer fyrir, í sambandi við vatnamálin í heild sinni, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“