24.09.1919
Efri deild: 64. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2498 í B-deild Alþingistíðinda. (2758)

158. mál, réttur ríkisins til vatnsorku í almenningum

Sigurjón Friðjónsson:

Jeg gat þess í gær, að þó jeg hefði ekki verið því andvígur, að þetta mál var flutt inn í þingið, mundi jeg tæplega greiða því atkv., eins og þingsál. er orðuð. Jeg bjóst þá við því, að koma með brtt., en við atkvæðagreiðsluna sá jeg, að málið stóð svo tæpt í deildinni, að breytingartillaga frá einstökum manni gat orðið því að falli. Jeg taldi því rjettara að bera mig saman við meðnefndarmenn mína, og hefi nú talað við suma þeirra, en fundur þó eigi verið haldinn í nefndinni nje neitt í þessu gert.

Jeg vil því, sem minni hluta maður í fossanefndinni, fara þess á leit, að málið verði tekið út af dagskrá, svo nefndin geti enn athugað það, ef henni sýnist svo. En verði það ekki gert, vona jeg, að hæstv. forseti taki til greina skriflega brtt. frá mjer.