26.09.1919
Efri deild: 67. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2498 í B-deild Alþingistíðinda. (2760)

158. mál, réttur ríkisins til vatnsorku í almenningum

Frsm. (Karl Einarsson):

Fossanefnd þessarar hv. deildar hefir athugað till., eftir að hún kom frá hv. Nd., og var það sjerstaklega vegna þess, að málið mætti mikilli mótspyrnu hjer við fyrri umr., en nú er nefndin öll samþykk og mælir með, að till. verði samþykt með breytingu, er nefndin leggur til að gerð verði á henni. En jafnframt vill nefndin taka það fram, að hún lítur svo á, að almenningur sje ekki að eins öræfi og jöklar, heldur og afrjettir, sem ekki eru eign einstakra jarða, eða hafa verið það. Undir almenninga falla því allar afrjettir, sem eru eign landsins eða sveitarfjelaga, ef sveitarfjelögin hafa ekki keypt þær á löglegan hátt, af löglegum eigendum. Með þessum skilningi leggur nefndin til, að till. verði samþykt.