26.09.1919
Efri deild: 67. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2499 í B-deild Alþingistíðinda. (2764)

158. mál, réttur ríkisins til vatnsorku í almenningum

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Eftir till. og skýringunni verður lögbýli, eða hluti af lögbýli, sem sveitarfjelag kaupir og leggur undir afrjett, undanþegið þessu. Annars finst mjer óþarfi að þrátta um þetta hjer, þar eð ágreiningur um slíkt kæmi til úrskurðar dómstólanna, þegar farið yrði að framkvæma till.