27.09.1919
Sameinað þing: 4. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2502 í B-deild Alþingistíðinda. (2772)

158. mál, réttur ríkisins til vatnsorku í almenningum

Kristinn Daníelsson:

Jeg er ekki móti brtt. á þgskj. 944 í sjálfu sjer. En jeg get ekki sjeð, að hún sje til neins gagns, þar sem allar þær afrjettir, sem ekki eru undskildar hvort sem er í tillögunni, geta heimfærst undir það, sem felst í orðinu „almenningar“, sem þess vegna grípur einnig yfir það, sem brtt. fer fram á. Aftur gæti hugsast, að till. sjálf verði feld, ef brtt. verður samþykt, og legg jeg því til, að till. verði samþ. óbreytt.