07.07.1919
Neðri deild: 2. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í B-deild Alþingistíðinda. (2824)

Stjórnarfrumvörp lögð fram

forsætisráðherra (J. M):

Jeg leyfi mjer að leggja fyrir háttv. deild eftirfarandi frv.:

1. Frv. til stjórnarskrár konungsríkisins Íslands.

2. — til laga um laun embættismanna.

3. — til laga um stofnun lífeyrissjóðs fyrir embættismenn og um skyldu þeirra til að kaupa sjer geymdan lífeyri.

4. — til laga um ekkjutrygging embættismanna.

5. — til laga um skipun barnakennara og laun þeirra.

6. — til laga um sameining Dala- og Strandasýslu.

7. — til laga um heilbrigðisráð m. m.

8. — til laga um landsbókasafn og landsskjalasafn Íslands.

Jeg skal ekki að þessu sinni orðlengja um frumvörpin, en býst við, að tækifæri gefist til að tala um hvert þeirra fyrir sig er þau verða tekin á dagskrá.