01.08.1919
Neðri deild: 23. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í C-deild Alþingistíðinda. (2907)

106. mál, sóttvarnaráð

Bjarni Jónsson:

Það kom fram í ræðu hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.), að honum var illa við og vildi komast fram hjá þeim grikk, er jeg gerði honum, er jeg sannaði, að landlæknir gat ekki í byrjun veikinnar vitað, hversu vond hún var.

Mín athugasemd er ekki lengri, því að það, sem jeg sagði um þetta mál áðan, stendur óhrakið.