28.07.1919
Efri deild: 16. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 163 í C-deild Alþingistíðinda. (2919)

73. mál, bifreiðar

Guðmundur Ólafsson:

Mjer líst brtt. nefndarinnar vera meira en orðabreyting. Hún setur „venslamenn“ í stað „nánustu skyldmenni“. Eftir strangasta skilningi orðanna útilokar nefndin nánustu skyldmenni, því þau geta ekki heitið venslamenn.