21.07.1919
Neðri deild: 12. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í C-deild Alþingistíðinda. (3011)

75. mál, bifreiðaskattur

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg hefi ekki getað tekið þátt í umr. hjer í dag, því að jeg hefi verið önnum kafinn í Ed. Jeg skal ekki lengja umr. um þetta mál, en kann betur við að lýsa yfir því í fám orðum, að jeg tel rjett að leggja skatt á bifreiðar, en að eins lágan skatt. Jeg vildi áskilja mjer rjett til að koma með brtt. við 2. umr. málsins. —