28.07.1919
Neðri deild: 19. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 287 í C-deild Alþingistíðinda. (3024)

75. mál, bifreiðaskattur

Fjármálaráðherra (S. E.):

Það hefir oftast staðið svo á, þegar þetta frv. hefir verið hjer til umr. í hv. deild, að jeg hefi orðið að taka þátt í umr. í hv. Ed. um ýms fjármál. Þó tók jeg það fram hjer við 1. umr., að jeg sæi ekki ástæðu til að vera á móti skattinum, en jafnframt, að mjer þætti hann of hár. Ef jeg greiddi atkv. nú í málinu, mundi jeg greiða atkv. með brtt. á þgskj. 170. Ástæðan til þess er sú, að enda þótt bifreiðar hafi borgað sig vel og jafnvel orðið stórgróði á sumum, þá er þess að gæta, að hjer er um nauðsynleg flutningatæki að ræða, sem geta gert stórt gagn. Auðvitað á jeg erfitt með að spyrna á móti nýjum sköttum í landssjóðinn, því honum mun síst af veita, en þó þykir mjer sem sagt skatturinn of hár.