19.09.1919
Neðri deild: 68. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 432 í C-deild Alþingistíðinda. (3083)

157. mál, vatnsorkusérleyfi

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg stend hjer upp til að leiðrjetta misskilning. Jeg hefi aldrei talið mig góðan lögfræðing nje gumað í því efni. Mig skortir margt til þess, en jeg er mjer ekki meðvitandi, að jeg hafi skýrt lög, hvorki hjer nje annarsstaðar öðruvísi en jeg áleit rjetttast. Jeg skal ekki um það segja, hvort mjer hafi skeikað oft eða ekki. Jeg býst ekki við, að háttv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) hafi ætlað að bera mig þessum sökum, þó það kæmi svona fram, að lítt hugsuðu máli.

Jeg ætla ekki að fara að deila hjer um lögfræðileg efni, og þá síst við hv. þm. (G. Sv.), því honum tókst svo höndulega að gleyma því, sem deilt var um, og geta þess að engu. En það, sem jeg lagði aðaláhersluna á, var munurinn á stjórnarskrárþingi og almennu þingi, en það atriði ljet hv. þm. (G. Sv.) liggja á milli hluta.