12.09.1919
Neðri deild: 62. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 476 í C-deild Alþingistíðinda. (3160)

149. mál, þingsköp Alþingis

Forsætisráðherra:

Jeg ætla að eins að gera grein fyrir mínu atkv. í þessu máli. Jeg vil sem sje, að það fái að ganga til 3. umr. Ekki af því, að jeg haldi, að rjett sje að hætta að prenta þingtíðindin, heldur af hinu, að jeg álít, að til mála komi að fresta prentun á þeim. Enn fremur vil jeg, að athugað verði, hvort prenta skuli ræðumar eins og þær eru haldnar, eða hvort að eins skuli tekinn útdráttur úr þeim. Hjer á þingi er talað alt of mikið. Vaðallinn er oft meiri en svo, að taki nokkru hófi. Þingmenn þurfa oft að rísa upp hver eftir annan í tiltölulega nauðaómerkilegum málum, til að segja næstum alveg það sama. Vegna þess verða þingtíðindin lengri tiltölulega hjá okkur en öðrum þjóðum. Jeg álít því rjettað stytta ræðurnar talsvert. Og ætti auðvitað að fela það sjerstakri nefnd, sem til þess væri kosin. Kostnaður við allar þessar ræður er meiri, en hann þyrfti að vera. Hjer þurfa oft allflestir þm. að taka til máls í hverju máli, í staðinn fyrir að annarsstaðar eru það venjulega að eins framsm. nefnda, og má ske einn maður úr hverjum flokki. (B. J.: Er það meiningin, að eigi að hefta málfrelsi manna). Og sumstaðar annarsstaðar hefta kjósendur málfrelsi þm. með hljóðpípum og þess háttar. Jeg er ekki að segja þetta til neinna einstakra hv. þm. En svona er það. Það kann oft að vera margt gott og hnittið í því, sem menn segja, en sumt er oft algerlega óþarft. Annars er jeg ekki svo viss um, að kjósendum mundi mislíka þetta jafnmikið og einstaka þm. halda. Það eru mest getgátur. Jeg skal svo ekki fara frekar út í málið. Jeg greiði frv. atkv. til 3. umr. Hvað jeg síðar geri læt jeg ósagt.